Segir fólk óttast Samkeppniseftirlitið

Halldór Benjamín Þorbergsson.
Halldór Benjamín Þorbergsson.

„Fólk í at­vinnu­líf­inu ótt­ast viðbrögð Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins sem er að verða ríki í rík­inu,“ skrif­ar Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, í pistli á heimasíðu sam­tak­anna

Hann rifjar upp að árið 2011 hafi Sam­keppnis­eft­ir­litið knúið á um að fá heim­ild til að skjóta úr­sk­urðum áfrýj­un­ar­nefnd­ar Sam­keppn­is­mála til dóm­stóla. Það sé nán­ast eins­dæmi í stjórn­sýsl­unni. 

Það er óviðun­andi að fyr­ir­tæki þurfi að verj­ast mál­flutn­ingi Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins fyr­ir dómi með til­heyr­andi kostnaði þrátt fyr­ir að hafa fengið end­an­lega og já­kvæða niður­stöðu á stjórn­sýslu­stigi.

Hall­dór seg­ir að heim­ild­ir sem Sam­keppnis­eft­ir­litið hafi knúið á um að sett­ar verði inn í ís­lenska lög­gjöf, og ganga lengra en víðast hvar í Evr­ópu, hafi orðið til þess að ís­lenskt at­vinnu­líf beri tak­markað traust til Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Í ljósi ríkra íhlut­un­ar­heim­ilda Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins er nauðsyn­legt að svig­rúm sé fyr­ir mál­efna­lega umræðu um beit­ingu þeirra en vegna þess­ara heim­ilda draga marg­ir við sig að fjalla um sam­keppn­is­mál þótt unnt væri að varpa skýr­ara ljósi á málsmeðferð og aðkomu yf­ir­valda en nú tíðkast,“ skrif­ar Hall­dór. 

Hann bend­ir á að beit­ing sam­keppn­is­reglna sé mats­kennd og geti ráðist af ytri aðstæðum. For­send­ur sem eru lagðar til grund­vall­ar í sam­keppn­is­mál­um séu oft ekki ljós­ar fyr­ir fram og óvissa geti ríkt um rétt­indi og skyld­ur ein­stakra fyr­ir­tækja. 

Strang­ari regl­ur hér en í sam­keppn­islönd­un­um draga úr getu inn­lendra fyr­ir­tækja til að stand­ast er­lenda sam­keppni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK