Mikil lækkun á mörkuðum

AFP

Verð á hlutabréfum hefur lækkað mikið í Mílanó og Madríd í morgun en lækkunin í ítölsku kauphöllinni er rakin til stjórnarkreppu í landinu. Í spænsku kauphöllinni hafa hlutabréf fjármálafyrirtækja lækkað mest. Í ríkjunum báðum nemur lækkunin rúmum 3%. 

Eins hefur bilið milli ávöxtunarkröfu milli þýskra og ítalskra ríkisskuldabréfa aukist mikið það sem af er degi.

Í Madríd lækkuðu hlutabréf í Santander-bankanum, sem er stærsti banki evrusvæðisins að markaðsvirði, um 6% og BBVA-bankinn lækkaði um 3,83%. Lækkunin á Spáni er rakin til vantrausttillögu á hendur forsætisráðherra landsins, Mariano Rajoy, sem greidd verða atkvæði um síðar í vikunni. Vantraustið tengist spillingarmáli sem flokkur forsætisráðherrans er bendlaður við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK