Landsframleiðslan á 1. ársfjórðungi 2018 jókst að raungildi um 6,6% frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 6,8%.
Einkaneysla jókst um 5,9%, samneysla um 2,9% og fjárfesting um 11,6%.
Útflutningur jókst um 10,2% á sama tíma og innflutningur jókst um 10,9%. Helstu drifkraftar hagvaxtar er fjárfesting og einkaneysla.
Uppfært kl. 12:13
Við útgáfu á niðurstöðum landsframleiðslunnar á 1. ársfjórðungi 2018 urðu mistök í útreikningi hjá Hagstofunni á inn- og útflutningi þjónustu og því rangar niðurstöður um hagvöxt birtar. Þetta hefur nú verið leiðrétt.