Stýrivextir áfram óbreyttir

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ófeigur

Stýri­vext­ir Seðlabank­ans verða áfram óbreytt­ir og halda sér því í 4,25%. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar bank­ans sem birt var nú í morg­un. Seg­ir í til­kynn­ing­unni að áfram séu horf­ur á að dragi úr hag­vexti á ár­inu með hæg­ari vexti út­flutn­ings og inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar. Þá bendi þróun íbúðaverðs og vís­bend­ing­ar af vinnu­markaði í sömu átt.

Sam­kvæmt bráðabirgðaniður­stöðum þjóðhags­reikn­inga sem Hag­stofa Íslands birti ný­lega var hag­vöxt­ur á fyrsta fjórðungi árs­ins 6,6% sem er tölu­vert meiri vöxt­ur en mæld­ist á seinni hluta síðasta árs. Þetta er aðeins meiri vöxt­ur en Seðlabank­inn gerði ráð fyr­ir í maí en í meg­in­at­riðum er þró­un­in í sam­ræmi við spá bank­ans, seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Verðbólga hjaðnaði í 2% í maí en und­an­farna mánuði hef­ur bæði mæld og und­ir­liggj­andi verðbólga verið í grennd við 2,5% verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans. Áfram dreg­ur úr árs­hækk­un hús­næðis­verðs en gagn­stæð áhrif geng­is­breyt­inga krón­unn­ar á verðbólg­una hafa dvínað. Lík­legt er að þessi þróun haldi áfram á næst­unni að sögn bank­ans.

Gengi krón­unn­ar hef­ur lækkað aðeins frá síðasta fundi pen­inga­stefnu­nefnd­ar en gjald­eyr­is­markaður­inn hef­ur áfram verið í ágætu jafn­vægi. Verðbólgu­vænt­ing­ar virðast á heild­ina litið í ágætu sam­ræmi við verðbólgu­mark­mið seg­ir í yf­ir­lýs­ingu nefnd­ar­inn­ar.

Horf­ur fram und­an eru á minnk­andi spennu í þjóðarbú­skapn­um, en áfram þörf fyr­ir pen­inga­legt aðhald í ljósi mik­ils vaxt­ar inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar og und­ir­liggj­andi spennu á vinnu­markaði.

Vext­ir verða því sem hér seg­ir:

  1. Dag­lán: 6,00% 
  2. Lán gegn veði í verðbréf­um: 5,00% 
  3. Inn­lán bund­in í 7 daga: 4,25% 
  4. Viðskipta­reikn­ing­ar: 4,00% 
  5. Bindiskyld­ar inn­stæður: 4,00%
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK