Smíði er hafin á skipum Eimskips

Búið er að skera niður allt stál í fyrra skipið …
Búið er að skera niður allt stál í fyrra skipið og smíði er hafin. Ljósmynd/Eimskip

„Smíði tveggja nýrra skipa fyrir Eimskip í Kína gengur samkvæmt áætlun,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi félagsins. Þetta verða stærstu skip í eigu íslensks skipafélags.

Búið er að skera niður allt stál í fyrra skipið og smíði þess er hafin. Áætlað er að skipin verði afhent um mitt ár 2019. Þau munu sigla á áætlunarleiðum milli Íslands og Evrópu.

Skipin tvö eru smíðuð hjá China Shipbuilding Trading Company Limited og Guangzhou Wenchong Shipyard Co. Ltd. Hvort um sig verða skipin 2.150 gámaeiningar, 180 metrar á lengd, 31 metri á breidd og búin aðalvélum frá MAN með sérstökum búnaði til að draga úr útblæstri köfnunarefnis (NOx) út í andrúmsloftið. Ganghraði verður 20,5 sjómílur á klukkustund, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK