Íþróttaiðnaðurinn hlutfallslega stærstur á Íslandi

Á leik Íslands gegn Nígeríu.
Á leik Íslands gegn Nígeríu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hvergi í Evr­ópu starfar jafn­hátt hlut­fall vinn­andi fólks í íþróttaiðnaðinum og á Ísland. Alls starfa 2% vinn­andi fólks á Íslandi í íþróttaiðnaði, eða 1,9% starf­andi kvenna og 2,2% starf­andi karla.

Þetta kem­ur fram í frétt á vef Hag­stofu Íslands sem bygg­ir á evr­ópsku vinnu­markaðsrann­sókn­inni á vef Eurostat. Af þeim 10 lönd­um þar sem íþrótta­geir­inn er hlut­falls­lega stærst­ur eiga fimm lönd sæti á heims­meist­ara­keppn­inni í fót­bolta ásamt Íslandi, en þau eru Svíþjóð, Bret­land, Spánn, Dan­mörk og Portúgal. Króatía er með fimmta lægsta hlut­fallið af Evr­ópu­lönd­un­um. 

Í frétt Hag­stof­unn­ar seg­ir að störf­um í íþrótta­geir­an­um í Evr­ópu hafi fjölgað frá ár­inu 2011, mest í Slóvakíu, Ung­verjalandi, Portúgal og Eistlandi þar sem ár­leg­ur vöxt­ur fór yfir 10%. Þá hafi störf­um í íþróttaiðnaði fjölgað meira en störf­um á vinnu­markaði í heild víðast hvar í Evr­ópu­sam­band­inu, en hlut­fallið jókst að meðaltali úr 0,7% árið 2011 í 0,8% árið 2016.

„Á Íslandi hef­ur störf­um í íþróttaiðnaði ekki fjölgað meir en á vinnu­markaði al­mennt og hlut­fallið því hald­ist stöðugt við 2%,“ seg­ir í frétt­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK