Nýtt samkomulag sem ríkisstjórn Danmerkur og Danski þjóðarflokkurinn náðu í nótt á að auðvelda rekstur netfréttamiðla í framtíðinni.
„Ríkisstuðningur mun ekki bjarga fjölmiðlum í Danmörku, því það eru nokkrir mun stærri kraftar að verki, en við getum tryggt ákveðið umhverfi til að vinna með blaðamennskuna með nýjum hætti,“ sagði Mette Bock, menningarmálaráðherra í nótt eftir að samkomulagið var í höfn. Á hún þar við að samkvæmt samkomulaginu verða netmiðlar undanþegnir virðisaukaskatti.
Ítarlega er fjallað um málið á vef danska ríkisútvarpsins.
Samkomulagið tekur á ýmsum öðrum hlutum. Til að styrkja landsbyggðina hefur t.d. verið ákveðið að flytja Radio24syv frá Kaupamannahöfn til Vestur-Danmerkur.
Samkomulagið nær til tímabilsins 2019-2023. Hlutverk þess er m.a. að gera rekstararumhverfi netmiðlanna auðveldara til að takast á við samkeppni frá fyrirtækjum á borð við Google, Facebook og Netflix, segir í frétt danska ríkisútvarpsins.
Hér má lesa um helstu atriði samkomulagsins