Lánaheimild borgarinnar aukin

Hverfiskjarninn við Arnarbakka 2-6
Hverfiskjarninn við Arnarbakka 2-6 mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við munum selja eignirnar einhverjum sem eru tilbúnir í að fara í uppbyggingu á húsnæðinu,“ segir Óli Jón Hertervig, deildarstjóri eignaumsýslu Reykjavíkurborgar, um kaup borgarinnar á tveimur hverfiskjörnum í Breiðholti, í Arnarbakka 2-6 og Völvufelli 11 og 13-21, sem samþykkt voru í borgarráði nýverið.

Óli segir að kaupsamningur verði undirritaður í þessari viku en einhver tími muni líða þar til borgin fái eignirnar afhentar. Ef vel gengur verði eignirnar seldar aftur í lok árs. „Ef skipulagsmálin ganga vel munum við geta selt aftur í lok árs en annars getur verið að við seljum aftur eftir ár og það væri svo sem ekkert óeðlilegt við það.“

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðust gegn kaupunum, þar á meðal Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna. Hann segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að kaupa fasteignir og gera þær upp. „Það væri miklu nær að veita heimildir til uppbyggingar á svæðinu. Ef það væri gert er ég viss um að það væru ýmis fasteignafélög spennt fyrir því að taka við boltanum. Borgin velur aðra aðferð; í stað þess að rýmka byggingarheimildir strax kaupir hún húsnæðið og ætlar svo að rýmka heimildir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK