Ísland undanþegið verndartollum ESB

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

EFTA-rík­in inn­an EES, þar með talið Ísland, eru und­anþegin tíma­bundn­um vernd­artoll­um ESB á stál­vör­um sem til­kynnt var um í dag. Und­anþágan, sem veitt er á grund­velli EES-samn­ings­ins, skap­ar for­dæmi og mun einnig gilda um mögu­lega vernd­artolla á inn­flutn­ing á áli til ESB sem nú eru til skoðunar.

Þetta kem­ur fram á vefsíðu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Slík­ir vernd­artoll­ar myndu hafa mik­il áhrif hér á landi þar sem ESB er okk­ar helsti út­flutn­ings­markaður fyr­ir ál. EES-samn­ing­ur­inn mun því tryggja ís­lensk­um álfram­leiðend­um áfram­hald­andi aðgang að markaðnum,“ er haft eft­ir Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is­ráðherra.

Í til­kynn­ingu ESB kem­ur fram að 25% vernd­artoll­ur verði lagður á tutt­ugu og þrjár stál­vör­ur frá 19. júlí. Um er að ræða tíma­bundn­ar aðgerðir sem eru m.a. svar við ákvörðun banda­rískra stjórn­valda fyrr á ár­inu um að leggja tolla á ál og stál.

Cecilia Malmström, viðskipta­mála­stjóri ESB, seg­ir að vernd­artoll­ar Banda­ríkj­anna á stál geti haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir stáliðnað ESB-ríkj­anna og starfs­menn í stáliðnaði. Því sé eng­inn ann­ar mögu­leiki í stöðunni en að leggja á vernd­artolla til að vernda innri markaði fyr­ir holskeflu af inn­flutn­ingi á stáli. Hún legg­ur hins veg­ar áherslu á að aðgerðirn­ar tryggi að innri markaður ESB hald­ist op­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK