Afkoma flugfélaganna afar misjöfn

Grafík/mbl.is

Ný­verið sendi flug­fé­lagið WOW air frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem fram kom að tekj­ur fé­lags­ins hefðu auk­ist um 58% á nýliðnu ári, sam­an­borið við árið 2016. Í til­kynn­ing­unni seg­ir Skúli Mo­gensen, eig­andi fé­lags­ins og for­stjóri, að rekstr­arniðurstaða árs­ins hafi hins veg­ar valdið von­brigðum en fé­lagið tapaði 22 millj­ón­um doll­ara, jafn­v­irði 2,5 millj­arða króna, miðað við nú­ver­andi gengi doll­ars gagn­vart ís­lensku krón­unni (105 kr.).

„[...] af­kom­an fyr­ir árið 2017 var von­brigði þar sem þessi mikli vöxt­ur og fjár­fest­ing reynd­ist dýr­ari en við ætluðum okk­ur. Ytri aðstæður hafa reynst fé­lag­inu krefj­andi svo sem hækk­andi olíu­verð, styrk­ing krón­unn­ar, dýrt rekstr­ar­um­hverfi á Íslandi og mik­il sam­keppni á lyk­il­mörkuðum fé­lags­ins,“ sagði Skúli í fyrr­nefndri til­kynn­ingu. Á síðasta ári skilaði Icelanda­ir Group hins veg­ar 38 millj­óna doll­ara hagnaði, jafn­v­irði tæp­lega 4 millj­arða króna. Því reynd­ist mis­mun­ur­inn á hagnaði fé­lag­anna tveggja ríf­lega 6,5 millj­arðar á ár­inu 2017.

ViðskiptaMogg­inn hef­ur tekið sam­an helstu kenni­töl­ur úr rekstri WOW air og Icelanda­ir Group á síðasta ári. Þar sem árs­reikn­ing­ur fyrr­nefnda fé­lags­ins hef­ur ekki verið birt­ur op­in­ber­lega er hins veg­ar ekki mögu­legt að gera full­b­urða sam­an­b­urð á fé­lög­un­um, einkum þeim þátt­um sem lúta að efna­hags­reikn­ingi þeirra. Í þess­um sam­an­b­urði kem­ur fram að tekj­ur Icelanda­ir Group námu 1.420 millj­ón­um doll­ara í fyrra, jafn­v­irði 149 millj­arða króna. Tekj­ur WOW yfir sama tíma­bil námu 486 millj­ón­um doll­ara, jafn­v­irði 51 millj­arðs króna. Í þeim sam­an­b­urði verður að taka til­lit til þess að rekst­ur Icelanda­ir Group er mun fjölþætt­ari en WOW air og fel­ur m.a. í sér rekst­ur fjölda hót­ela um land allt, flutn­inga­starf­semi, inn­an­lands­flug og margt fleira.

Gríðarleg­ur vöxt­ur hjá WOW

Á síðasta ári flutti Icelanda­ir 4 millj­ón­ir farþega og fjölgaði þeim um 10% milli ára. WOW air flutti yfir sama tíma­bil 2,8 millj­ón­ir farþega og fjölgaði þeim um 69% frá fyrra ári. Rekstr­arniðurstaða fé­lag­anna tveggja fyr­ir fjár­magns­kostnað og skatta (EBIT) var einnig með ólíku sniði á síðasta ári. Þannig reynd­ist hann nei­kvæður sem nam 14 millj­ón­um doll­ara hjá WOW air, jafn­v­irði tæp­lega 1,5 millj­arða króna. Rekstr­ar­hagnaður­inn reynd­ist 50 millj­ón­ir doll­ara hjá Icelanda­ir, jafn­v­irði ríf­lega 5,2 millj­arða króna.

EBIT-hlut­fallið var nei­kvætt sem nam 2,8% hjá WOW air en já­kvætt um 3,5% hjá Icelanda­ir.

EBITDA, þ.e. rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magns­kostnað og skatta, nam 4 millj­ón­um doll­ara hjá WOW air, jafn­v­irði 420 millj­óna króna. EBITDA hjá Icelanda­ir reynd­ist ríf­lega 170 millj­ón­ir doll­ara, jafn­v­irði 17,8 millj­arða króna. Það skilaði Icelanda­ir EBITDA-hlut­falli upp á 12% en sam­svar­andi hlut­fall hjá WOW air nam 0,8%.

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu WOW air frá því um miðjan júlí kem­ur fram að eig­in­fjár­hlut­fall fé­lags­ins hafi numið 10,9% um síðustu ára­mót. Eig­in­fjár­hlut­fall Icelanda­ir stóð í 41,8% á sama tíma.

Stór­ar áskor­an­ir áfram

Í fyrr­nefndri til­kynn­ingu benti Skúli á að WOW air hefði vaxið gríðarlega hin síðustu ár og að mikl­ar fjár­fest­ing­ar væru til þess gerðar að tryggja framtíðar­horf­ur fé­lags­ins.

Fé­lagið hef­ur ekki birt op­in­ber­lega rekstr­arniður­stöðu sína fyr­ir fyrri hluta þessa árs. Það hef­ur Icelanda­ir hins veg­ar gert og vitna þær töl­ur um mjög erfitt rekstr­ar­um­hverfi. Þannig hef­ur fé­lagið fært niður EBITDA-spá sína fyr­ir árið 2018 sem nem­ur 30% og hef­ur það haft veru­lega nei­kvæð áhrif á gengi fé­lags­ins í Kaup­höll­inni.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK