Sviptivindar leika um flugfélögin íslensku

Icelandair og Wow air.
Icelandair og Wow air. Samsett mynd

Hlutabréf Icelandair Group lækkuðu um 3,4% í Kauphöll í gær. Kom lækkunin í kjölfar þess að félagið tilkynnti að farþegum sem tóku sér far með vélum félagsins fækkaði um 5% í júlí frá því sem var sama mánuð í fyrra.

Flutningatölur félagsins koma í kjölfar fleiri neikvæðra frétta frá félaginu. Þannig hafa bréf félagsins verið á nær stöðugri niðurleið allt frá aprílmánuði 2016. Hefur heildarvirði félagsins frá þeim tíma rýrnað um sem nemur 152 milljörðum króna.

Graf/mbl.is

Þrátt fyrir samdráttinn sem tilkynntur var á þriðjudag sýnir meðfylgjandi kort að fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega að umfangi á síðustu árum. Þannig voru farþegar í millilandaflugi Icelandair 25% fleiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði 2015. Fjöldi seldra gistinátta var 11,7% fleiri í júlí en í sama mánuði fyrir þremur árum. Farþegum Air Iceland Connect hefur fækkað um 5% frá fyrra ári en á árunum 2016 og 2017 fjölgaði þeim talsvert.

Fréttir hafa verið fluttar af lágri eiginfjárstöðu WOW air í kjölfar mikils tapreksturs í fyrra. Á sama tíma fjölgar farþegum í vélum félagsins gríðarlega. Tölur sem birtar voru í gær sýna að félagið flutti 409 þúsund farþega í júlí og fjölgaði þeim um 29% frá sama mánuði árið á undan. Þær tölur vitna um þá gríðarlegu fjölgun sem orðið hefur á grundvelli mikils vaxtar félagsins á síðustu árum.

Nánari umfjöllun er að finna í Viðskiptamogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK