120 ferðir á flugvöllinn á dag

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þrjú rútu­fyr­ir­tæki eru með sæta­ferðir all­an sól­ar­hring­inn til og frá flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar auk þess sem stræt­is­vagn­ar keyra þangað á dag­inn. Alls eru ferðirn­ar 120 tals­ins á degi hverj­um en svo virðist sem fram­boðið sé mun meira en eft­ir­spurn.

Í frétt Túrista kem­ur fram að ástæðan fyr­ir auknu fram­boði í sæta­ferðum megi rekja til útboðs Isa­via á rútu­stæðum beint fyr­ir fram­an komu­sal flug­stöðvar­inn­ar í fyrra.

Þar buðu Kynn­is­ferðir og Hóp­bíl­ar hæstu þókn­un­ina fyr­ir aðstöðuna á meðan Gray Line, sem hef­ur um ára­bil haft á boðstól­um sæta­ferðir út á Kefla­vík­ur­flug­völl, var með lægsta boðið.

Byrjað var að keyra sam­kvæmt nýja fyr­ir­komu­lag­inu 1. mars síðastliðinn og þó að Gray Line hafi ekki fengið aðgang að stæðunum beint við flug­stöðina hélt fyr­ir­tækið upp­tekn­um hætti en núna frá svo­kölluðu fjar­stæði. Isa­via hóf þá gjald­töku á því bíla­stæði en hana hef­ur Sam­keppnis­eft­ir­litið nú stöðvað.

„Hvað sem líður þeirri gjald­töku þá er ljóst að fram­boðið á rútu­ferðum út á flug­völl er mikið og ekki virðist vera markaður fyr­ir þær all­ar. Þannig taldi Túristi farþega í rút­um við Kefla­vík­ur­flug­völl seinni part dags í byrj­un þessa mánaðar og áber­andi var hversu fáir fóru upp í rút­ur Hóp­bíla/​Airport Direct. Voru farþeg­arn­ir á bil­inu 4 til 15 í hverri ferð þótt sæti væru fyr­ir 53 farþega.

Aðspurður hvort nýt­ing­in í rút­um fyr­ir­tæk­is­ins hafi al­mennt verið svona lág þá bend­ir Hjörv­ar Sæ­berg Högna­son, fram­kvæmda­stjóri Airport Direct, á að fyr­ir­tækið sé nýr aðili á þess­um markaði og að það taki tíma að byggja upp viðskipta­sam­bönd,“ seg­ir í frétt Túrista.

Þegar Airport Direct tók við stæðunum við Leifs­stöð 1. mars  kostuðu farmiðar þess 2.900 krón­ur á meðan stakt far­gjald var á 2.950 í Flugrút­una og 2.400 krón­ur hjá Airport Express. Stuttu síðar hóf Airport Direct svo að bjóða farmiða á 2.390 krón­ur en tak­mark­ast það far­gjald við ferðir utan há­anna­tíma.

„Farmiðaverð í sæta­ferðir út á Kefla­vík­ur­flug­völl hef­ur hins veg­ar al­mennt hækkað í fram­haldi af útboði Isa­via og skýr­ing­una á því er meðal ann­ars að finna í aukn­um kostnaði fyr­ir­tækj­anna.

Nú greiða t.d Kynn­is­ferðir, sem reka Flugrút­una, 41,2% af and­virði hvers miða til Isa­via og hið op­in­bera fyr­ir­tæki fær þriðjung af tekj­um Hóp­bíla/​Airport Direct. Þessi end­ur­greiðsla til Isa­via er reiknuð út frá 500 millj­óna króna lág­marki sem að frá­dregn­um virðis­auka­skatti nem­ur 127 millj­ón­um króna á ári hjá Hóp­bíl­um/​Airport Direct en 175 millj­ón­um hjá Kynn­is­ferðum/​Flugrút­unni.

Fyrr­nefnda fyr­ir­tækið greiðir því að jafnaði 350 þúsund krón­ur á dag fyr­ir aðstöðuna og þarf því dag­lega að selja um 120 farmiða til að hafa upp í þókn­un­ina til Isa­via. Til viðbót­ar má þess geta að sam­kvæmt út­reikn­ing­um Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins kost­ar um 20 þúsund krón­ur að keyra rútu frá Kefla­vík­ur­flug­velli og inn til höfuðborg­ar­inn­ar,“ seg­ir í frétt Túrista.

Hér er hægt að lesa frétt­ina í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK