Umtalsvert færri fljúga innanlands

Air Iceland Conegt Q 400 flugvél
Air Iceland Conegt Q 400 flugvél mbl.is/Árni Sæberg

Nærri sjö þúsund færri flugu innanlands í júlí í ár en á sama tíma í fyrra. Breytt samsetning erlendra ferðamanna hefur þar mikil áhrif. Þetta kemur fram í umfjöllun Túrista.

Rétt rúmlega 77 þúsund farþegar flugu innanlands í júlí og er það samdráttur um 6 þúsund farþega frá sama tíma í fyrra. Til samanburðar fækkaði farþegum í innanlandsflugi samtals um 8 þúsund á fyrri helmingi ársins og niðursveiflan í júlí því mikil.

Flugfélagið Ernir.
Flugfélagið Ernir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að skýringuna á þessari þróun sé að meðal annars að finna í breyttri samsetningu erlendra ferðamanna. Árni gerir ráð fyrir sambærilegri þróun í nýliðnum ágúst en tölur fyrir mánuðinn liggja ekki fyrir.

Ásgeir Örn Þorsteinsson hjá flugfélaginu Erni segir að þar á bæ hafi orðið fækkun í fluginu til Húsavíkur líkt og við var að búast því stórum framkvæmdum þar sé nánast lokið. Slæmt veður dró úr eftirspurn eftir útsýnisflugi frá Reykjavík og eins flugferðum til Vestmannaeyja.

Fréttin í heild á Túrista

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK