27% fjölgun farþega hjá WOW air í september

Skúli Mogensen forstjóri Wow Air.
Skúli Mogensen forstjóri Wow Air.

Flugfélagið WOW air flutti 362 þúsund farþega til og frá landinu í september, en það er 27% fjölgun frá árinu á undan. Þá hækkaði sætanýting einnig og fór úr 85% í fyrra í 88% í ár. Hefur sætaframboð flugfélagsins aukist um 26% miðað við sama mánuð í fyrra.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá WOW air, en þar segir jafnframt að hlutfall tengifarþega hafi aukist í ár og hafi í september verið 55%, samanborið við 47% í september í fyrra.

Það sem af er ári hefur félagið flutt 2,8 milljónir farþega. Framundan hjá félaginu er meðal annars að hefja flug til Nýju Delí á Indlandi og Orlando í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK