720 milljóna þrot Fáfnis Holding

Frá sjósetningu í skipasmíðastöðinni Cemre í Tyrklandi árið 2014.
Frá sjósetningu í skipasmíðastöðinni Cemre í Tyrklandi árið 2014. Ljósmynd/Fáfnir

Gjaldþrot Fáfnis Holding, félags sem var í eigu fyrrverandi forstjóra Fáfni Offshore og hélt utan um eignarhlut hans í félaginu, nam um 720 milljónum króna. Lýstar kröfur í búið námu 734 milljónum, þar af 170 milljónir sem veðkröfur. Fengust 12,7 milljónir upp í veðkröfurnar, en ekki var tekin afstaða til almennra krafna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Nafni félagsins var breytt úr Fáfni Holding í Haldleysi.

Fáfnir Offshore var félag sem lífeyrissjóðir og aðrir íslenskir fjárfestar lögðu milljarða í en félagið var stórhuga í tengslum við að þjónusta olíugeirann í Noregi. Átti félagið meðal annars dýrasta skip Íslandssögunnar sem kostaði nýtt fimm milljarða. Með hruni olíuverðs árið 2015 var grundvelli kippt undan félaginu og tapaðist margra milljarða fjárfesting hérlendra aðila. Átti Fáfnir Holding um 21% í Fáfni Offshore, en með hlutafjáraukningu var sá hlutur þynntur um helming.

Steingrími Erlingssyni, stofnanda Fáfnis Offshore og eiganda Fáfnis Holding, var árið 2015 sagt upp sem forstjóra félagsins. Fór hann í framhaldinu í mál við félagið og krafðist þess að fá greiddan uppsagnarfrest. Hann tapaði málinu hins vegar fyrir dómstólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK