Kappakstur ekki í DNA Lamborghini

Stefano Domenicali, forstjóri Lamborghini.
Stefano Domenicali, forstjóri Lamborghini. mbl.is/Árni Sæberg

Ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini valdi Ísland sem stað til að kynna nýjustu afurð sína, sportjeppann Urus, nú á dögunum. Forstjóri fyrirtækisins, Stefano Domenicali, mætti til landsins af þessu tilefni og tók þátt í ferð blaðamanna víðsvegar að úr heiminum austur fyrir fjall og rúmlega það. Um kvöldið var sest að snæðingi í miðborg Reykjavíkur.

Samtal blaðamanns ViðskiptaMoggans og Stefano Domenicali, fór fram á veitingahúsinu Apótekinu í miðborg Reykjavíkur, og þegar undirritaður freistaði þess að fá bílastæði þar í grenndinni, og ók sem leið lá inn á Austurvöll, varð strax ljóst að betur færi á að leggja bílnum sínum aðeins lengra í burtu. Fyrir framan Hótel Borg stóðu nefnilega sjö gljáfægðir Lamborghini Urus bílar í röð, nýkomnir úr reynsluakstri úti á landi.

Þetta eru óneitanlega tignarlegir bílar, hugsaði ég meðan ég læddist framhjá þeim, einhvern veginn aðeins „vöðvastæltari“ en hefðbundnir sportbílar, ef mér leyfist að nota það lýsingarorð um bifreiðar. Bílarnir sjálfir bera öll einkenni sportbíls að innan, og undir húddinu er 650 hestafla vél, sem gefur frá sér hinar velþekktu Lamborghini „drunur“, nokkuð sem erfitt yrði að leika eftir í raf- og tengiltvinnbílum samtímans, eins og átti eftir að koma fram í spjalli mínu og Domenicali aðeins síðar.

En af hverju hefur Lamborghini aldrei farið út í kappaksturinn eins og Ferrari og fleiri bílaframleiðendur?

„Ferrari byrjaði sem keppnislið árið 1947, en Lamborghini var ekki búið til sem keppnislið. Það er málið. Það er ekki í erfðaefni fyrirtækisins.“

Lesa má viðtalið við forstjóra Lamborghini í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK