Fjögur átakaár hjá VÍS

Mikil átök hafa geisað meðal eigenda VÍS um völdin í …
Mikil átök hafa geisað meðal eigenda VÍS um völdin í stjórn félagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Við Miðhraun í Garðabæ stend­ur lík­ams­rækt­ar­stöðin Cross­fit XY. Fáa sem leggja leið sína þangað til þess að svitna grun­ar að eign­ar­haldið á stöðinni sé ein meg­in­rót­in að þeim átök­um sem komu upp á yf­ir­borðið á fimmtu­dags­kvöldið síðasta þegar Helga Hlín Há­kon­ar­dótt­ir, lögmaður og stjórn­ar­formaður VÍS, sagði sig óvænt frá störf­um í þágu trygg­inga­fé­lags­ins. Ásamt henni vék úr stjórn­inni Jón Sig­urðsson en þau komu bæði inn í stjórn fé­lags­ins með stuðningi tveggja af þrem­ur stærstu líf­eyr­is­sjóðum lands­ins, Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna og Gild­is.

Helga Hlín var einn af stofn­end­um Cross­fit XY ásamt hjón­un­um Svan­hildi Nönnu Vig­fús­dótt­ur og Guðmundi Erni Þórðar­syni. Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að slegið hafi í brýnu milli þeirra á sín­um tíma og að ekki hafi gróið um heilt síðan.

Studdu and­stæðing í stjórn

Það kom því ýms­um í opna skjöldu, í ljósi þess að átök­in í cross­fit-stöðinni voru á margra vör­um, þegar Gildi líf­eyr­is­sjóður studdi Helgu Hlín inn í stjórn VÍS, skömmu eft­ir að Svan­hild­ur Nanna og Guðmund­ur Örn höfðu keypt um­tals­verðan hlut í fé­lag­inu, og raun­ar farið fram á tvö stjórn­ar­sæti af fimm á grund­velli hans. Viðmæl­end­ur Morg­un­blaðsins á þeim tíma töldu ein­sýnt að hjón­in litu á það sem raun­veru­lega ögr­un að tefla Helgu Hlín fram í starfið, en hún hef­ur á síðustu árum unnið sem ráðgjafi við Gildi líf­eyr­is­sjóð, einkum þegar kem­ur að stjórn­ar­hátt­um sjóðsins og þeirra fyr­ir­tækja sem hann fjár­fest­ir í. Átök­in milli þess­ara aðila eru aðeins brot af um­fangs­meiri valda­tog­streitu inn­an VÍS. Tíðar manna­breyt­ing­ar á vett­vangi þess vitna þar um. Frá ár­inu 2015 hafa fimm stjórn­ar­for­menn setið við borðend­ann í Ármúla og frá 2016 hafa þrír for­stjór­ar stýrt dag­leg­um rekstri þess.

Skákuðu for­mann­in­um út

Hvað hörðust urðu átök­in í fé­lag­inu þegar nýr meiri­hluti stjórn­ar­inn­ar skákaði Her­dísi Dröfn Fjeld­sted, fram­kvæmda­stjóra Fram­taks­sjóðs Íslands, úr stóli stjórn­ar­for­manns árið 2017 en hún hafði næstu tvö árin á und­an gegnt því hlut­verki. Sagði hún sig í kjöl­farið frá stjórn­inni. Hún naut stuðnings Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna til stjórn­ar­set­unn­ar, líkt og Jón Sig­urðsson. Því er ljóst að stærsti hlut­hafi fé­lags­ins hef­ur á tveim­ur árum horft á bak jafn mörg­um stjórn­ar­mönn­um, sem ekki hafa treyst sér til sam­starfs við Svan­hildi Nönnu og þá sem myndað hafa meiri­hluta með henni í stjórn­inni. Tók Svan­hild­ur Nanna við for­mennsku í stjórn­inni á þess­um tíma­punkti.

Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórn …
Helga Hlín Há­kon­ar­dótt­ir og Jón Sig­urðsson sögðu sig úr stjórn VÍS. Ljós­mynd/​Aðsend

Óvænt­ar vend­ing­ar

Átök­in tóku nýja stefnu í upp­hafi síðasta sum­ars þegar héraðssak­sókn­ari lét til skar­ar skríða og hand­tók Svan­hildi Nönnu og eig­in­mann henn­ar í tengsl­um við rann­sókn á viðskipt­um þeirra á vett­vangi Skelj­ungs, en þau eignuðust olíu­fé­lagið árið 2008.

Eft­ir þær aðgerðir var ljóst að Svan­hildi Nönnu var ekki sætt í stóli stjórn­ar­for­manns. Varð þá úr að Helga Hlín tók við því hlut­verki, en hún hafði verið vara­formaður stjórn­ar frá því að Her­dís Dröfn sagði sig úr stjórn­inni. Það varð niðurstaðan þrátt fyr­ir að Svan­hild­ur Nanna hefði mjög ákveðið sótt að Valdi­mar Svavars­son yrði formaður.

Það var svo á stjórn­ar­fundi á miðviku­dag sem mál­in tóku enn nýja stefnu. Í lok þess dags kynnti VÍS sterkt upp­gjör fyr­ir þriðja árs­fjórðung. Í lok stjórn­ar­fund­ar sem hald­inn var vegna upp­gjörs­birt­ing­ar­inn­ar tók Svan­hild­ur Nanna til máls og lýsti því yfir að hún teldi rétt að hún tæki að nýju við stjórn­ar­for­mennsku í fé­lag­inu. Kölluðu þá stjórn­ar­menn eft­ir upp­lýs­ing­um um hvort staða henn­ar í fyrr­nefndri rann­sókn héraðssak­sókn­ara hefði breyst. Í ljós kom að svo var ekki. Var fundi þá frestað til fimmtu­dags þar sem ákveðið var að taka áfram­hald­andi umræðu um til­lögu Svan­hild­ar Nönnu.

Á þeim fundi kom í ljós að Svan­hild­ur Nanna hafði ekki óskoraðan stuðning til að taka við stöðu stjórn­ar­for­manns á ný. Herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins að hún hafi þá gert til­lögu um aðra verka­skipt­ingu stjórn­ar. Með því var myndaður nýr meiri­hluti í stjórn­inni með fyrr­greind­um af­leiðing­um þar sem Valdi­mar Svavars­son var kjör­inn formaður og Gest­ur Breiðfjörð Gests­son vara­formaður.

Veru­leg óánægja með at­b­urðarás síðustu daga

Stór­ir hlut­haf­ar sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við meta nú stöðu sína í hlut­hafa­hópn­um upp á nýtt í ljósi þess að enn gjósa upp átök í for­ystu­sveit fyr­ir­tæk­is­ins. Í þeim sam­töl­um hef­ur m.a. verið rifjað upp að í maí í fyrra ákvað Gildi, sem var í hópi stærstu hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins, að selja sig veru­lega niður, vegna megnr­ar óánægju með stjórn­ar­hætti á vett­vangi fyr­ir­tæk­is­ins. Það staðfesti fram­kvæmda­stjóri sjóðsins á sín­um tíma í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann.

Meðal þess sem stór­ir hlut­haf­ar munu nú vera að skoða, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins, er að kallaður verði sam­an hlut­hafa­fund­ur í því skyni að aft­ur­kalla umboð eins eða fleiri stjórn­ar­manna í fé­lag­inu. Til þess þurfa hlut­haf­ar með að minnsta kosti 10% hluta­fjár að baki sér að óska eft­ir fund­in­um. Þar sem stjórn­in var sjálf­kjör­in á sín­um tíma þarf ein­fald­an meiri­hluta á slík­um fundi til að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­inn­ar. Hluta­bréf VÍS lækkuðu um 2,4% í viðskipt­um í Kaup­höll Íslands í gær. Um­fang viðskipt­anna var tæp­ar 46 millj­ón­ir króna. Stærsti hlut­hafi fé­lags­ins er Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 8,64% hlut.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK