Skúli ávarpaði starfsfólk WOW air

Starfsmannafundur WOW air fór fram í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Katrínartúni …
Starfsmannafundur WOW air fór fram í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Katrínartúni í hádeginu. mbl.is/Hari

Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, var tilfinningaríkur þegar hann ávarpaði starfsfólk félagsins á starfsmannafundi fyrirtækisins sem haldinn var í hádeginu vegna kaupa Icelandair á öllu hluta­fé í WOW air.

Stuttu eftir að tilkynnt var um söluna barst starfsfólki WOW air tölvupóstur frá forstjóranum þar sem segir meðal annars að erfið staða félagsins síðasta árið hafi leitt til erfiðra ákvarðana, ekki síst vegna ytri aðstæðna. Þar kemur fram að við kaup Icelandair Group verði WOW air sjálfstætt dótturfélag Icelandair.

Í póstinum kemur einnig fram að WOW air og Icelandair hafi unnið náið saman síðustu tvo sólarhringa til að gera samrunaferlið sem hagkvæmast. Ekki stendur til að breyta daglegum störfum fyrirtækisins og þá eiga viðskiptavinir WOW air ekki að finna fyrir breytingunum.

Skúli segist jafnframt gera sér grein fyrir því að fréttirnar komi mörgum að óvörum þar sem ekki var lagt upp með þessi áform í upphafi. Í ljósi aðstæðna sé þetta hins vegar besta lausnin. Að lokum þakkar Skúli starfsfólki sínu fyrir afar vel unnin störf og hvetur það til að líta á kaupin sem tækifæri til að halda áfram sem hluti af mun sterkari heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK