Taka verði mið af hagsmunum neytenda

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna..
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.. mbl.is/Eggert

Neytendasamtökin beina þeim tilmælum til Samkeppniseftirlitsins að í umfjöllun um hugsanlega sameiningu Wow og Icelandair verði fyrst og fremst tekið mið af hagsmunum neytenda. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Neytendasamtakanna.

Greint var frá því fyrr í dag að stjórn Icelanda­ir Group hafi gert kaup­samn­ing um kaup á öllu hluta­fé í flug­fé­lag­inu WOW air. Kaup­in eru m.a. gerð með fyr­ir­vara um samþykki hlut­hafa­fund­ar Icelanda­ir Group, samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og niður­stöðu áreiðan­leika­könn­un­ar.

Neytendasamtökin segja að tryggja verði virka samkeppni í flugsamgöngum, neytendum til hagsbóta.

„Almenningur í landinu á mikið undir því að virk samkeppni ríki í flugsamgöngum. Þá beinir stjórn Neytendasamtakanna þeim tilmælum til stjórnar Icelandair Group að velta ekki kostnaði á herðar neytenda með hækkun farmiðaverðs. Neytendasamtökin munu fylgjast náið með framvindu þessa máls,“ segir í ályktuninni sem Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, skrifar undir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK