WOW Air átti frumkvæðið

Bogi Nils Bogason.
Bogi Nils Bogason. mbl.is/​Hari

WOW Air átti frumkvæði að viðræðum um sameiningu Icelandair og WOW Air. Þetta segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, í viðtali við Rúv. Greint var frá kaupum Icelandair á öllu hlutafé í WOW Air í gær.

Bogi segir að viðræður hafi byrjað á föstudagskvöld og klárast um hádegi í gær. Hann segist ekki telja að WOW Air hafi verið á leiðinni í þrot. 

„Samruninn sjálfur mun ekki hafa áhrif á verð eða neitt þess háttar,“ segir Bogi en áfram verði mikil samkeppni við stór erlend flugfélög.

Það er annað í umhverfinu sem ræður því, kostnaðarhækkanir, samkeppni við önnur flugfélög og þess háttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK