Vanþróaður orkumarkaður

Þegjandi samkomulag hefur ríkt á orkumarkaði að sögn Magnúsar Júlíussonar.
Þegjandi samkomulag hefur ríkt á orkumarkaði að sögn Magnúsar Júlíussonar. mbl.is/​Hari

Dreifi­veit­ur, sem starfa í krafti sér­leyf­is og á ein­ok­un­ar­markaði, stíga á virk­an hátt inn á smá­sölu­markað raf­magns þar sem frjáls sam­keppni ætti að ríkja.

Þetta seg­ir Magnús Júlí­us­son, fram­kvæmda­stjóri Íslenskr­ar orkumiðlun­ar, sem fékk fyrst fyr­ir­tækja leyfi frá Orku­stofn­un til þess að stunda raf­orku­viðskipti í byrj­un árs 2017.

Í sam­tali í ViðskiptaMogg­an­um í dag seg­ir Magnús að fyr­ir­tækið hygg­ist brjóta upp markaðinn en ýms­ar hindr­an­ir eru í vegi, að hans sögn. Hann seg­ir það merki­legt að hið op­in­bera skuli búa til leik­regl­ur en fari svo ekki eft­ir þeim og bíði eft­ir því að ein­hver komi og taki til. „Það að dreifi­veit­ur kom­ist upp með það, í ár­araðir, að vera í þegj­andi sam­komu­lagi um það að inn­an þeirra svæðis njóti bara þeirra syst­ur- eða dótt­ur­fé­lög allra til­færslna á viðskipt­um er auðvitað bara eins mik­il höml­un fyr­ir nýja aðila að koma inn eins og hugs­ast get­ur.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK