Segir stöðu Icelandair flókna

Kristján Sigurjónsson ræddi nýtt landslag í flugi.
Kristján Sigurjónsson ræddi nýtt landslag í flugi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er vanda­samt að ræða áhrif­in núna,“ sagði Kristján Sig­ur­jóns­son, rit­stjóri Túrista, á há­deg­is­verðar­fundi á veg­um Ferðaklas­ans og Fé­lags viðskipta- og hag­fræðinga. Þar var rætt um kaup Icelanda­ir á WOW air og nýtt lands­lag í flugi.

Kristján sagði að vegna þess að Sam­keppnis­eft­ir­litið eigi eft­ir að leggja bless­un sína yfir kaup­in sé kannski lítið hægt að segja. „Það er erfitt að „besser­viss­ast“ um hvað ger­ist og þess vegna geri ég það,“ sagði Kristján og upp­skar hlát­ur úr troðfull­um saln­um á Fiskislóð.

Kristján vitnaði í viðtal við Andra Má Ing­ólfs­son, aðal­eig­anda Pri­mera-sam­stæðunn­ar, frá því í lok ág­úst. Þá sagði Andri að mód­el Pri­mera væri gjör­ólíkt WOW air eða Icelanda­ir. „Hann fór á haus­inn fimm vik­um seinna. Hann var bratt­ur og var kannski á réttri leið; vildi fara beina leið frá Norður-Am­er­íku til Evr­ópu,“ sagði Kristján og bætti við að flugliðar í flug­vél­um Pri­mera hefðu verið verk­tak­ar frá A-Evr­ópu á lús­ar­laun­um.

Hann spurði hvort Ísland væri heppi­leg­ur út­gerðarstaður fyr­ir lággjalda­flug­fé­lag og hvað þá tvö. Icelanda­ir væri að mörgu leyti lággjalda­flug­fé­lag og ímynd þess vest­an­hafs væri á þá leið. 

Fjöldi fólks hlustaði á Kristján á Grandanum í dag.
Fjöldi fólks hlustaði á Kristján á Grand­an­um í dag. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Flug­fé­lög í ná­granna­lönd­um eru far­in að leggja aukna áherslu á tekj­ur af dýr­ari sæt­um, sem skila þeim 47% tekna, á meðan Icelanda­ir er að minnka fram­boð dýr­ari sæta. Af hverju á þannig flug­fé­lag að reka lággjalda­flug­fé­lag til hliðar? Ég sé ekki hvernig Icelanda­ir ætl­ar að gera það,“ sagði Kristján.

Ekki stund­vísi í Kefla­vík

Hann sagði að Kefla­vík­ur­flug­völl­ur þyrfti að standa sig bet­ur en stund­vísi þar í sum­ar var af­leit í sam­an­b­urði við aðra flug­velli á Norður­lönd­un­um. Hann benti á að ein­ung­is 34% ferða frá Kefla­vík hefði verið á áætl­un í júní í sum­ar en skekkju­mörk­in eru 15 mín­út­ur.

„Það er erfitt að selja farþegum sem er mjög annt um tím­ann sinn að fara í gegn­um Kefla­vík eins og staðan er,“ sagði Kristján og benti á að SAS væri til að mynda mjög annt um stund­vísi og talaði um hana í upp­gjör­um sín­um. Það hefðu WOW air og Icelanda­ir aldrei gert.

Kristján fór einnig aðeins inn á inn­an­lands­flugið og sagði að það væri slæmt að stjórn­völd hefðu enga sér­staka flug­stefnu. Hann benti á um­mæli frá fram­kvæmda­stjóra ferðamálaráðs Finn­lands sem sagði að það myndi valda mikl­um skaða í Hels­inki ef fólk þyrfti að skipta um flug­völl þegar það kæmi þangað til að kom­ast út á land.

„Það er ekki séns fyr­ir út­lend­ing að koma til Íslands og fljúga beint út á land. Kerfið er galið eins og það er ef maður horf­ir til ferðaþjón­ust­unn­ar. Þetta er auðvitað líka ekki gott fyr­ir Íslend­inga úti á landi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK