Indigo „riddarinn á hvíta hestinum“

Skúli skælbrosandi umkringdur íslensku fréttafólki.
Skúli skælbrosandi umkringdur íslensku fréttafólki. mbl.is/Eggert

„Sá hlær best sem síðast hlær,“ segir Forbes í umfjöllun sinni um íslensku flugfélögin WOW air og Icelandair, og vill meina að WOW air hafi átt lokaorðið eftir að Indigo Partners ákvað að hlaupa undir bagga með lággjaldaflugfélaginu.

Máltækið „haltu vinum þínum nálægt, og óvinum þínum nær,“ eins og sagt er upp á enska tungu, segir Forbes hafa legið að grundvelli ákvörðunar Icelandair um að kaupin á WOW air. Í umfjöllun Forbes segir að hlutabréf Icelandair hafi lækkað hægt og rólega síðan hið ódýra, kvika og betur markaðssetta flugfélag WOW var stofnað árið 2012.

Blaðamaður Forbes segir að eflaust hafi hlakkað í einhverjum úr stjórn Icelandair þegar hjálparhöndin var dregin til baka, enda hafi flestir búist við því að WOW væri búið að vera.

Öllum að óvörum hafi „riddarinn á hvíta hestinum“, Indigo Partners, hins vegar komið til sögunnar og hlutabréf í Icelandair lækkað um 13% í kjölfarið.

Forbes fjallar einnig um framtíðarmöguleika WOW air í höndum Indigo Partners, en umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef Forbes-tímaritsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK