Viðskiptaafgangur við útlönd var 76,5 milljarðar íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þá var halli á vöruskiptajöfnuði 43,7 milljarðar en afgangur á þjónustujöfnuði 123,7 milljarðar samkvæmt Seðlabanka Íslands.
Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 3.380 milljarðar króna í lok fjórðungsins og skuldir 3.012 milljarðar. Hrein staða er því jákvæð um 368 milljarða króna, eða 13,3% af vergri landsframleiðslu og batnaði um 162 milljarða á tímabilinu.
Þá bættu fjármagnsviðskipti erlenda stöðu þjóðarbúsins um 86 milljarða króna og jukust erlendar eignir um 17 milljarða á meðan erlendar skuldir lækkuðu um 69 milljarða króna.
Erlend staða þjóðarbúsins varð fyrir jákvæðum áhrifum gengis- og verðbreytinga, að andvirði 79 milljarða króna. Er skýringin að rekja til 4% lækkun á gengi krónunnar og 4% til hækkun á erlendum verðbréfamörkuðum.