Spáir 3,6% verðbólgu

mbl.is/Kristinn

Hagstofan birtir desemberbermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) 20. desember. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar ársverðbólgan úr 3,3% í 3,6%.

Þetta kemur fram í Hagsjá bankans.

Þar segir að vísitalan hafi hækkað um 0,24% í nóvember. Það hafi verið rétt undir væntingum, en opinberar spár lágu á bilinu +0,3% til +0,4%. Bankinn spáði +0,3%.

Helstu áhrifaþættir til lækkunar:

  • Samkvæmt verðmælingu okkar hefur smásöluverð á bensíni og díselolíu lækkað um 2,9% milli mánaða.


Helstu áhrifaþættir til hækkunar:

  • Flugfargjöld til útlanda hækka alla jafna milli mánaða í desember. Við búumst við minni hækkun milli mánaða en í fyrra,meðal annars vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu.
  • Inni í liðnum aðrar vörur og þjónusta eru meðal annars snyrting, hreinlætisvörur og snyrtivörur sem hækka yfirleitt í desember. Áhrif af gengisbreytingum og töfðum áhrifum af breytingu í almennu verðlagi ásamt áhrifum af launahækkunum koma frekar seint fram í þessum lið.
  • Matur og drykkjarvara hækkar vegna gengisbreytinga.
  • Kaup ökutækja hækka áfram í takt við veikingu krónunnar.
  • Föt og skór hækkar vegna tafinna áhrifa af almennri hækkun verðlags.

„Spá okkar nú er 0,1 prósentustigi lægri en spá okkar frá því í nóvember. Breytingin skýrist að langmestu leyti af lækkun á bensíni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka