Minni útlán og verri lánskjör

Frá Reykjavík.
Frá Reykjavík. mbl.is/Hjörtur

Spáð er áfram­hald­andi hús­næðis­verðshækk­un­um fram til árs­ins 2021 í nýrri hús­næðis­skýrslu grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka, en veru­lega hægi hins veg­ar á hækk­un­ar­takt­in­um þegar fram í sæki. Vegna stíg­andi verðbólgu muni raun­verð byrja að lækka strax á þessu ári. Þá sé út­lit fyr­ir að laun muni hækka meira en hús­næðis­verð á næstu árum.

Fram kem­ur að íbúðar­hús­næði í bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu hafi fjölgað hratt á sama tíma og hægt hafi veru­lega á verðhækk­un­um. Vænt­ing­ar um aukið fram­boð eigi vafa­laust sinn þátt í að draga úr verðhækk­un­um. Einnig er bent á að meðal­fer­metra­fjöldi íbúða í bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu hafi minnkað und­an­far­in þrjú ár og að út­lit sé fyr­ir að bygg­ing­araðilar muni halda áfram að koma til móts við ákall eft­ir smærri íbúðum.

Grein­ing­ar­deild­in tel­ur að ekki séu for­send­ur til þess miðað við und­ir­liggj­andi efna­hags­stærðir að fólks­fjölg­un muni halda áfram af sama krafti og und­an­far­in tvö ár. Spá deild­ar­inn­ar ger­ir ráð fyr­ir að íbú­um á hverja íbúð fækki á hverju ári út 2021. Verði sú raun­in þýði það að unnið verði á upp­söfnuðum skorti sem að öllu öðru óbreyttu ætti að hægja á hækk­un­ar­takti hús­næðis­verðs.

Þá er bent á að út­lána­vöxt­ur hafi verið mik­ill und­an­far­in ár og í fyrra hafi bank­arn­ir lánað um 350 millj­arða króna til heim­ila og fyr­ir­tækja. Útlit sé fyr­ir að út­lána­aukn­ing bank­anna í ár verði tals­vert minni og að lána­kjör versni. Áhrifa þessa sé þegar tekið að gæta í lægri há­marks­veðhlut­föll­um íbúðarlána og versn­andi kjör­um viðbót­ar­lána.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK