Spá nýrri uppsveiflu árið 2020

Samkvæmt Íslandsbanka má gera ráð fyrir að ný uppsveifla byrji …
Samkvæmt Íslandsbanka má gera ráð fyrir að ný uppsveifla byrji árið 2020. mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Hagsveiflunni sem staðið hefur yfir undanfarin ár mun ljúka á þessu ári, en ný uppsveifla mun hefjast árið 2020. Niðursveiflan verður því skammvinn. Þetta kemur fram í uppfærðri þjóðhagsspá greiningardeildar Íslandsbanka sem gefin var út í dag. Segir þar að árið 2019 sé það ár sem íslensk heimili og fyrirtæki pakki í vörn, en spáð er 1,1% hagvexti í ár.

Til samanburðar var hagvöxtur árin 2013-2017 að meðaltali 4,4% og spáð er 3,1% hagvexti árið 2020. Í spánni segir að ýmis merki séu um að hægt hafi talsvert á vextinum á lokafjórðungi síðasta árs og spáir greiningardeildin að vöxturinn muni mælast 3,7% allt síðasta ár. Á þessu ári sé svo útlit fyrir enn hægari vöxt og að drifkraftar vaxtar verði í einhvers konar hvíldarstöðu á árinu.

Einkaneysluvöxtur verður hægur, vöxtur þjónustuútflutnings lítill og samdráttur verður í fjárfestingu atvinnuvega frá fyrra ári samkvæmt spá okkar, sem hljóðar upp á 1,1% hagvöxt á yfirstandandi ári samkvæmt greiningunni.

Hins vegar munu horfur samkvæmt greiningardeildinni glæðast strax á næsta ári og spáir bankinn því að þá verði 3,1% hagvöxtur. Þar kemur við sögu líflegri vöxtur einkaneyslu, endurkoma vaxtar í atvinnuvegafjárfestingu og áframhaldandi vöxtur annarrar fjárfestingar sem og vöru- og þjónustuútflutnings.

Eftir slakt fjárfestingatímabil árin 2009-2013 eftir fjármálahrunið var fjárfesting í hagkerfinu talsvert mikil næstu ár þar á eftir og var þróunin að stórum hluta knúin af verulegum vexti í atvinnuvegafjárfestingu. Nam fjárfestingin meðal annars 22% af vergri landsframleiðslu á árinu 2017.

Undanfarin ár hefur vaxtarbroddurinn hins vegar færst yfir í íbúðafjárfestingu og fjárfestingu hins opinbera. Áætlað er að fjárfesting í heild hafi aukist um 3,4% á síðasta ári þrátt fyrir samdrátt í fjárfestingu atvinnuvega. Þá telur bankinn að á þessu ári muni fjárfesting standa í stað, en það helgast af áframhaldandi samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu, en vexti í annarri fjárfestingu.

Með auknu framboði íbúða á markaðinn telur greiningardeildin að nokkurt jafnvægi náist þar og að raunhækkun íbúðarhúsnæðis verði 1,6% á þessu ári og 1,2% árið 2020, en í fyrra hækkaði íbúðaverð að jafnaði um 5,2% að raunvirði.

Þjóðhagsspána má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK