Spá nýrri uppsveiflu árið 2020

Samkvæmt Íslandsbanka má gera ráð fyrir að ný uppsveifla byrji …
Samkvæmt Íslandsbanka má gera ráð fyrir að ný uppsveifla byrji árið 2020. mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Hagsveifl­unni sem staðið hef­ur yfir und­an­far­in ár mun ljúka á þessu ári, en ný upp­sveifla mun hefjast árið 2020. Niður­sveifl­an verður því skamm­vinn. Þetta kem­ur fram í upp­færðri þjóðhags­spá grein­ing­ar­deild­ar Íslands­banka sem gef­in var út í dag. Seg­ir þar að árið 2019 sé það ár sem ís­lensk heim­ili og fyr­ir­tæki pakki í vörn, en spáð er 1,1% hag­vexti í ár.

Til sam­an­b­urðar var hag­vöxt­ur árin 2013-2017 að meðaltali 4,4% og spáð er 3,1% hag­vexti árið 2020. Í spánni seg­ir að ýmis merki séu um að hægt hafi tals­vert á vext­in­um á loka­fjórðungi síðasta árs og spá­ir grein­ing­ar­deild­in að vöxt­ur­inn muni mæl­ast 3,7% allt síðasta ár. Á þessu ári sé svo út­lit fyr­ir enn hæg­ari vöxt og að drif­kraft­ar vaxt­ar verði í ein­hvers kon­ar hvíld­ar­stöðu á ár­inu.

Einka­neyslu­vöxt­ur verður hæg­ur, vöxt­ur þjón­ustu­út­flutn­ings lít­ill og sam­drátt­ur verður í fjár­fest­ingu at­vinnu­vega frá fyrra ári sam­kvæmt spá okk­ar, sem hljóðar upp á 1,1% hag­vöxt á yf­ir­stand­andi ári sam­kvæmt grein­ing­unni.

Hins veg­ar munu horf­ur sam­kvæmt grein­ing­ar­deild­inni glæðast strax á næsta ári og spá­ir bank­inn því að þá verði 3,1% hag­vöxt­ur. Þar kem­ur við sögu líf­legri vöxt­ur einka­neyslu, end­ur­koma vaxt­ar í at­vinnu­vega­fjár­fest­ingu og áfram­hald­andi vöxt­ur annarr­ar fjár­fest­ing­ar sem og vöru- og þjón­ustu­út­flutn­ings.

Eft­ir slakt fjár­fest­inga­tíma­bil árin 2009-2013 eft­ir fjár­mála­hrunið var fjár­fest­ing í hag­kerf­inu tals­vert mik­il næstu ár þar á eft­ir og var þró­un­in að stór­um hluta knú­in af veru­leg­um vexti í at­vinnu­vega­fjár­fest­ingu. Nam fjár­fest­ing­in meðal ann­ars 22% af vergri lands­fram­leiðslu á ár­inu 2017.

Und­an­far­in ár hef­ur vaxt­ar­brodd­ur­inn hins veg­ar færst yfir í íbúðafjár­fest­ingu og fjár­fest­ingu hins op­in­bera. Áætlað er að fjár­fest­ing í heild hafi auk­ist um 3,4% á síðasta ári þrátt fyr­ir sam­drátt í fjár­fest­ingu at­vinnu­vega. Þá tel­ur bank­inn að á þessu ári muni fjár­fest­ing standa í stað, en það helg­ast af áfram­hald­andi sam­drætti í at­vinnu­vega­fjár­fest­ingu, en vexti í ann­arri fjár­fest­ingu.

Með auknu fram­boði íbúða á markaðinn tel­ur grein­ing­ar­deild­in að nokk­urt jafn­vægi ná­ist þar og að raun­hækk­un íbúðar­hús­næðis verði 1,6% á þessu ári og 1,2% árið 2020, en í fyrra hækkaði íbúðaverð að jafnaði um 5,2% að raun­v­irði.

Þjóðhags­spána má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK