Dregur úr verðbólgu

Útsölur hafa áhrif á verðbólguna í janúar.
Útsölur hafa áhrif á verðbólguna í janúar. mbl.is/Hari

Verðbólg­an í janú­ar mæl­ist 3,4% en í des­em­ber var hún 3,7%. Þrátt fyr­ir að held­ur dragi úr verðbólgu er hún enn yfir verðbólgu­mark­miði Seðlabanka Íslands sem er 2,5%.

Vísi­tala neyslu­verðs lækk­ar um 0,41% frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis lækk­ar um 0,73% frá des­em­ber 2018.

Vetr­ar­út­söl­ur eru víða í gangi og lækkaði verð á föt­um og skóm um 11,1% (áhrif á vísi­töl­una -0,40%). Verð á nýj­um bíl­um lækkaði um 1,8% (-0,15%). Veg­gjöld hækkuðu vegna nýrr­ar gjald­töku í veggöng­um (0,02%).

Síðastliðna tólf mánuði hef­ur vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 3,4% en vísi­tal­an án hús­næðis hef­ur hækkað um 2,6%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK