Ekki búast við sömu vöxtum og í Svíþjóð

Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Oliver Wyman í …
Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, hagfræðingur hjá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Oliver Wyman í Stokkhólmi og einn höfunda hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. mbl.is/Eggert

Vaxtamun­ur ís­lensku bank­anna er að meðaltali um 3% og með því hæsta sem ger­ist í Evr­ópu. Á meðan er vaxtamun­ur­inn um 1% hjá stóru bönk­un­um á Norður­lönd­un­um og hjá minni nor­ræn­um bönk­um sem eru sam­bæri­leg­ir við þá ís­lensku er vaxtamun­ur­inn um 2%. Lækki vaxtamun­ur ís­lensku bank­anna get­ur það þannig skilað sér annaðhvort í lægri út­lánsvöxt­um eða hærri inn­lánsvöxt­um sem nem­ur um einu pró­sentu­stigi. Þetta seg­ir Kristrún Tinna Gunn­ars­dótt­ir, hag­fræðing­ur hjá alþjóðlega ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­inu Oli­ver Wym­an í Stokk­hólmi og einn höf­unda hvít­bók­ar um framtíðar­sýn fyr­ir fjár­mála­kerfið.

Vext­irn­ir áfram hærri þrátt fyr­ir ókeyp­is bankaþjón­ustu

Kristrún var einn frum­mæl­enda á fundi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um sam­keppni á fjár­mála­markaði í morg­un. Kristrún lagði áherslu á mik­il­vægi þess að gera grein­ar­mun á út­lána­vöxt­um og vaxtamun. Í er­indi henn­ar kom fram að ekki væri hægt að bú­ast við því að hagræðing í banka­kerf­inu skilaði sömu út­lána­vöxt­um hér á landi og til dæm­is í Svíþjóð þar sem íbúðalánsvext­ir eru um 1%. Stýri­vext­ir Seðlabank­ans eru um þess­ar mund­ir 4,5% og mynda þeir eins kon­ar gólf fyr­ir út­lána­vexti. Jafn­vel þótt veitt væri ókeyp­is bankaþjón­usta á Íslandi þar sem eng­inn væri vaxtamun­ur­inn lækkuðu út­lána­vext­ir að öll­um lík­ind­um ekki niður fyr­ir þetta gólf.

Sagði hún greini­leg tæki­færi til að draga úr vaxtamun, en það væri í raun mæli­kv­arði á skil­virkni banka­starf­sem­inn­ar. Þar væri meðal ann­ars horft til þess að lækka kostnað með sjálf­virkni, kröfu um hátt eig­in­fjár­hlut­fall, sam­nýt­ingu grunn­innviða í fjár­mála­kerf­inu og lækka sér­stak­an banka­skatt. Því virk­ari sem sam­keppni og neyt­endaaðhald eru þeim mun meiri lík­ur á að ábati hagræðing­ar renni til viðskipta­vina.

Sam­keppn­in mun minni á inn­lána­hliðinni

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Kristrún að í dag ríki tals­verð sam­keppni á inn­lend­um markaði með íbúðalán og á út­lána­vaxta­markaðinum. Hins veg­ar er margt sem bendi til þess að sam­keppn­in sé mun minni á inn­lána­hliðinni. Sagði hún að þegar horft væri til þess hversu dýr­ir bank­ar væru þyrfti að horfa á þenn­an mun milli inn­lána­hliðar­inn­ar og út­lána­hliðar­inn­ar.

Bend­ir Kristrún á að í dag séu bara fjór­ir bank­ar og fjór­ir spari­sjóðir sem megi taka við inn­lán­um. „Þess­ir aðilar eru svo­kallaðar inn­lána­stofn­an­ir og hafa því leyfi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins til þess að taka við tryggðum inn­stæðum. Það er nokkuð erfitt að kom­ast í þann hóp en eng­in ný leyfi hafa verið gef­in út síðastliðinn ára­tug,“ seg­ir hún. Til viðbót­ar hafi Íslend­ing­ar verið áhættu­fæln­ir síðan í hrun­inu og lítið fjár­fest í verðbréf­um eða fjár­fest­inga­sjóðum og því er meira fram­boð af inn­stæðum en ella. Þar af leiðandi er sú staða uppi hér á landi að inn­lánsvext­ir eru tals­vert lægri en stýri­vext­ir. „Margt bend­ir því til þess að álagn­ing bank­anna end­ur­spegl­ist í sum­um til­vik­um frek­ar í lægri inn­lána­vöxt­um en hærri út­lána­vöxt­um,“ seg­ir hún.

Staða inn­lána „eins­dæmi í heim­in­um

Kristrún seg­ir að í Evr­ópu, þar sem vaxta­stig sé reynd­ar ná­lægt 0%, séu inn­lánsvext­ir oft­ast hærri en stýri­vext­ir. Í Nor­egi sem dæmi séu stýri­vext­ir um 0,75% og inn­lánsvext­ir um á bil­inu 0,6%-1,5% þar sem flest­ir bank­arn­ir í Nor­egi eru að borga vexti af inn­lán­um sem eru hærri en stýri­vext­ir. „Sú staða sem er á Íslandi núna að inn­lán séu ódýr­asta fjár­mögn­un bank­anna er að ég held eins­dæmi í heim­in­um. Inn­lán eru yf­ir­leitt frek­ar dýr fjár­mögn­un sem er eft­ir­sókn­ar­verð og því sam­keppni um spari­fjár­eig­end­ur. En á Íslandi er það ódýr­ara en skulda­bréfa­út­gáfa,“ seg­ir Kristrún.

Seg­ir hún þessa samþjöpp­un á inni­stæðum hjá bönk­un­um helst geta breyst með inn­komu nýrra inn­lána­stofn­ana eða ef spari­fjár­eig­end­ur færu í aukn­um mæli að nýta sér aðra sparnaðar­val­kosti þannig að hreyf­ing og auk­in sam­keppni kæmi á markaðinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK