Hagnaður TM lækkar um 2,4 milljarða

Hagnaður TM var 700 milljónir á síðasta ári.
Hagnaður TM var 700 milljónir á síðasta ári. Ljósmynd/Aðsend

Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar á síðasta ári nam 700 milljónum króna og lækkaði um 2,4 milljarða miðað við árið á undan. Tekjur vegna iðgjalda hækkuðu um tæplega 800 milljónir, en fjármunatekjur lækkuðu hins vegar um 1,9 milljarð. Þá hækkaði tjónakostnaður um 1,7 milljarð og var 13,9 milljarðar á árinu. Rekstrarkostnaður hækkaði einnig um 140 milljónir milli ára.

Hagnaður fyrir tekjuskatt var 700,4 milljónir, en árið áður hafði hann verið 3,2 milljarðar. Hagnaður eftir skatta var 700,8 milljónir, en var 3,1 milljarður árið áður.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar er haft eftir Sigurði Viðarssyni, forstjóra TM, að afkoma fjórða ársfjórðungs hafi verið í takt við væntingar um afkomu af vátryggingarekstri. Fjárfestingatekjur hafi hins vegar verið heldur lakari en ráð var fyrir gert. Þar muni mestu um óhagstæða þróun á hlutabréfamarkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK