Fimm sagt upp hjá Gray Line

Gray Line sagði upp 32 starfsmönnum á síðasta ári. Fimm …
Gray Line sagði upp 32 starfsmönnum á síðasta ári. Fimm starfsmönnum var sagt upp um síðustu mánaðamót.

Fimm starfsmönnum var sagt upp hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Gray Line Iceland í byrjun mánaðarins. Um er að ræða bílstjóra og leiðsögumenn.

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir ástæðu uppsagnanna tengda bókunarstöðu fyrirtækisins fram í tímann, en hann útilokar ekki að uppsagnirnar verði dregnar til baka. „Það tekur alltaf langan tíma fyrir uppsagnir að raungerast og vonandi breytist staðan á þeim tíma og þá verður staðan endurmetin,“ segir hann í samtali við mbl.is. 

Gray Line sagði upp 32 starfsmönnum á síðasta ári og ráðgert er að fyrirtækið muni draga saman seglin að hluta í útgerð hópferðabifreiða. „Þetta er hluti af því plani sem við vinnum eftir að stilla fyrirtækið af miðað við eftirspurn,“ segir Þórir.  

Hann segir að ekki sé hægt að segja til um á þessum tímapunkti hvort fyrirtækið muni ráðast í frekari uppsagnir á árinu. „Við ætlum okkur að vera bjartsýnir því það er virkilega erfitt að segja upp fólki, góðu fólki sem er búið að vinna með okkur lengi margir hverjir, þetta er ekki eitthvað sem maður gerir að gamni sínu.“

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line Iceland.
Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line Iceland. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK