Þann 24. mars næstkomandi þarf WOW air að greiða ríflega 150 milljónir króna í vexti af skuldabréfum þeim sem félagið gaf út á síðari hluta síðasta árs. Það er skuldabréfaflokkur upp á 50 milljónir evra. Flokkurinn ber 9% vexti og er félaginu uppálagt að greiða þá á fjórum gjalddögum á ári.
Tilkynnt var að ekki hefði náðst samkomulag milli WOW air og Indigo Partners innan tilskilins frests þann 28. febrúar síðastliðinn. Þá í kjölfarið var tilkynnt að tillaga að nýju samkomulagi við skuldabréfaeigendurna yrði lagt fyrir þá. Enn hefur það ekki verið gert og heimildir ViðskiptaMoggans herma að í hópi eigendanna sé óánægja með að þeir séu í algjöru myrkri um hvað WOW air hyggist fyrir á komandi dögum.
Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.