Laun bankastjóranna lækkuð

Birna Einarsdóttir.
Birna Einarsdóttir. mbl.is/Golli

Í bréfi sem formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra kemur fram að breyting verði á launum bankastjóra Landsbankans og Íslandsbanka.

Í bréfinu segir að Bankasýslunni hafi borist bréf frá Friðriki Sophussyni, formanni stjórnar Íslandsbanka, 9. mars þar sem greint er frá því að stjórnin hafi ákveðið að „frá og með 1. apríl nk. verða laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, 3.650.000 kr. á mánuði án hlunninda. Í þessu sambandi er vert að benda á að laun bankastjóra án hlunninda, sem eru nú 4.200.000 kr. á mánuði, námu 3.850.000 kr. á mánuði þegar ríkissjóður eignaðist allt hlutafé í bankanum árið 2016.“

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bankasýslan segir að samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar séu hlunnindi bankastjóra Íslandsbanka 200.000 kr. á mánuði og því nemi heildarlaun ásamt hlunnindum eftir breytinguna 3.850.000 kr. Segir stofnunin að fyrirliggjandi breyting valdi því að sú hækkun sem orðið hafi á launum og hlunnindum bankastjórans, frá yfirtöku ríkisins á bankanum, hafi nú verið dregin til baka.

Friðrik Sophusson er formaður stjórnar Íslandsbanka.
Friðrik Sophusson er formaður stjórnar Íslandsbanka. mbl.is/Golli

Þá barst Bankasýslunni tölvubréf frá Helgu Björk Eiríksdóttur, formanni bankaráðs Landsbankans, fyrr í dag þar sem fram kemur að bankaráðið hafi ákveðið að launahækkun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, frá 1. apríl 2018 hafi verið tekin til baka. Á móti komi hins vegar vísitöluhækkun frá 1. júlí 2017 til 1. janúar 2019 sem nemi 7,81%.

„Grunnlaun bankastjóra eftir lækkun verða 3.297 þúsund krónur og bifreiðahlunnindi 206 þúsund krónur. Heildarlaun bankastjóra verða því 3.503 þúsund krónur. Með þessari ákvörðun er komið til móts við sjónarmið sem fjármálaráðherra lagði fram í bréfi sínu til Bankasýslu ríkisins 28. febrúar síðastliðinn.“

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans.
Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK