Bréf Icelandair hækka mikið

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hluta­bréf í Icelanda­ir Group ruku upp um 10% í morg­uns­árið í Kaup­höll Íslands. Hækk­un­in gekk aðeins til baka skömmu síðar og hafa bréf­in það sem af er degi hækkað um 8,89% í 68,9 millj­óna króna viðskipt­um.

Hækk­un­ina má rekja til nýrra frétta af flug­fé­lag­inu WOW air en í frétt ViðskiptaMogg­ans í dag kom m.a. fram að Skúli Mo­gensen, stofn­andi og for­stjóri WOW air, hefði leit­ast eft­ir því að rík­is­sjóður Íslands veitti rík­is­ábyrgð fyr­ir láni sem fyr­ir­tækið hyggst slá vegna úti­stand­andi skulda og brýnt þykir að greiða þurfi um kom­andi mánaðamót.

Mikl­ar sveifl­ur hafa verið á gengi Icelanda­ir und­an­farn­ar vik­ur en gengi fé­lags­ins hef­ur fallið tölu­vert vegna tveggja flug­slysa Boeing 737 Max 8-véla en Icelanda­ir þurfi eins og kunn­ugt er að kyrr­setja þær þrjár þotur sömu gerðar sem fé­lagið hafði þegar tekið í notk­un. Það sem af er ári hafa hluta­bréf Icelanda­ir lækkað um rúm 17%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka