Gengi hlutabréfa í Icelandair Group heldur áfram að hækka verulega í Kauphöll Íslands.
Eftir tæplega 11% hækkun í gær nemur hækkun félagsins í dag 8,9% en viðskipti með félagið nema 334,5 milljónum króna í dag.
Gengi félagsins stendur í 8,69 krónum á bréfið.
Gengi Icelandair hækkaði verulega í gær sem líklega má rekja til frétta sem birtust á miðvikudag þess efnis að Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, hefði leitast eftir því að ríkissjóður Íslands veitti ríkisábyrgð fyrir láni sem fyrirtækið ætlaði að taka vegna útistandandi skulda og brýnt þykir að greiða um komandi mánaðamót.