Trúir ekki að Icelandair kaupi WOW

mbl.is/Eggert

Jón Karl Ólason, fyrrverandi forstjóri Flugfélags Íslands, hefur enga trú á því að Icelandair hyggist kaupa WOW air. Þetta kom fram í þættinum Silfrinu á Rúv. Jón Karl sagðist telja að stjórnvöld vissu meira um málið en látið væri uppi.

Þetta kemur fram á vef RÚV.

Icelandair greindi frá því á fimmtudaginn, að í kjöl­far til­kynn­ing­ar frá WOW air um slit viðræðna við Indigo Partners hefði stjórn Icelanda­ir Group samþykkt að hefja viðræður við WOW air um aðkomu að rekstri fé­lags­ins.

Jón Karl Ólason.
Jón Karl Ólason.

Viðræður um mögu­lega aðkomu Icelanda­ir að rekstri WOW hóf­ust form­lega á föstudag. Fé­lög­in höfðu gefið sér fram yfir helg­ina til að ljúka viðræðunum, en á mánu­dag­inn þarf WOW air að standa skil á 150 millj­óna króna vaxta­greiðslu vegna skulda­bréfa sem fé­lagið gaf út í sept­em­ber síðastliðnum.

Jón Karl sagði í Silfrinu, að það myndi ekki henta Icelandair að komast yfir Airbus-vélarnar sem WOW hefur á leigu og vera með þrjár tegundir af vélum í sínum flota.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK