Rauður morgunn í Kauphöllinni

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Markaður­inn bregst illa við nýj­um frétt­um í flug­mál­um hér á landi en viðræður Icelanda­ir Group um kaup á WOW air runnu út í sand­inn um helg­ina. Gengi hvers ein­asta fé­lag sem viðskipti hafa verið gerð með í dag hef­ur lækkað.

Icelanda­ir lækkaði snögg­lega um tæp 8% á fyrstu 20 mín­út­un­um eft­ir opn­un markaðar en sú lækk­un gekk veru­lega til baka eft­ir það. Hef­ur gengi Icelanda­ir Group nú lækkað um 1,32% það sem af er degi í Kaup­höll Íslands og stend­ur nú í 8,9 kr. bréfið.

Gengi Ari­on banka, sem er viðskipta­banki WOW air, hef­ur lækkað mest allra fé­laga sem stendu,  eða sem nem­ur 4,26%, og stend­ur nú í 5,5 kr. bréfið.

Þá hef­ur Festi lækkað um 3,56%, Reg­inn um 3,16%, Sýn um 2,52%, Reit­ir um 2,34%, Hag­ar um 2,3% og Eik um 2,25%, svo dæmi séu tek­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka