Stefán E. Stefánsson
Skuldabréfaeigendur sem lögðu WOW air til 50 milljónir evra í september síðastliðnum gerðu það flestir á grundvelli rekstraráætlunar fyrir síðari hluta ársins 2018 sem kynnt var í útboðsferlinu.
Þar var gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður félagsins myndi nema 72 milljónum dollara, jafnvirði 8,7 milljarða króna. Þegar árið var gert upp reyndist árshelmingurinn hafa skilað neikvæðri rekstrarniðurstöðu sem nam 11 milljónum dollara, jafnvirði 1,3 milljarða króna. Þetta sýna gögn sem ViðskiptaMogginn hefur undir höndum.
Munurinn milli áætlunarinnar og raunniðurstöðu rekstursins nemur 85 milljónum dollara, jafnvirði 10,3 milljarða króna. Líkt og Morgunblaðið greindi frá á mánudag nam tap af rekstri WOW air á síðasta ári 22 milljörðum króna.
Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.