Tveir stærstu bankar Þýskalands, Deutsche Bank og Commerzbank, tilkynntu í morgun að þeir hefðu slitið viðræðum sínum um mögulegan samruna.
Fram kemur í yfirlýsingu frá bönkunum að eftir að farið hefði verið yfir málið væri niðurstaðan sú að kostir samrunans væru ekki nægjanlega miklir til þess að réttlæta þá áhættu og kostnað sem fylgdi svo flóknum samningum.