Kaupa 200 nýjar Boeing 737 MAX vélar

Ef allt gengur eftir mun British Airways taka Boeing 737 …
Ef allt gengur eftir mun British Airways taka Boeing 737 MAX vélar í notkun þegar kyrrsetningu lýkur.

Segja má að flugvélaframleiðandinn Boeing hafi í dag fengið stuðningsyfirlýsingu úr óvæntri átt. Eigandi flugfélaganna British Airways og Vueling, IAG, sem hingað til hefur notast við vélar frá Airbus, helsta samkeppnisaðila Boeing, skrifaði undir viljayfirlýsingu þess efnis að keyptar verði 200 vélar af tegundinni Boeing 737 Max. Að því er fram kemur í frétt Reuters um málið er virði samningsins í kringum 24 milljarðar Bandaríkjadollara, sé miðað við listaverð.

Flugvélar af tegundinni Boeing 737 MAX hafa verið kyrrsettar frá því í mars á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys, í Eþíópíu og Indónesíu. Ráðgert er að einhver tími muni líða þar til flugvélar af framangreindri gerð muni fljúga á ný.

Samningurinn er sá fyrsti sem Boeing gerir frá kyrrsetningu vélanna og eru fréttirnar því kærkomnar. Haft er eftir stjórnarmönnum IAG að mikil gleði sé með samninginn. Þá eigi þeir ekki von á öðru en að vélarnar muni snúa að nýju innan nokkurra mánaða

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka