Hærri skattar á ritara en milljarðamæring

Warren Buffett.
Warren Buffett. AFP

Hluti af ríkasta fólki Bandaríkjanna hvetur þá sem sækjast eftir embætti forseta Bandaríkjanna til að leggja til hækkun skatta á ofurríka. Með því verði hægt að draga úr ójöfnuði og berjast gegn loftslagsvánni.

Meðal þeirra sem rita undir bréfið eru fjárfestirinn George Soros, annar stofnandi Facebook, Chris Hughes, og Molly Munger, dóttir milljarðamæringsins Charlie Munger. Þau segjast vera hlutlaus og ekki styðja neinn ákveðinn frambjóðanda. En ábyrgðin sé Bandaríkjanna að bregðast við loftslagsvá, bæta efnahagslífið, heilbrigðiskerfið og skapa aukin tækifæri fólks. Álagning auðlegðarskatts sé í hag lýðveldisins.

Samkvæmt frétt BBC skrifa 18 undir bréfið, þar á meðal erfingjar Walt Disney og eigendur Hyatt-hótelkeðjunnar. Mörg þeirra hafa verið áberandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og auknu bili á milli fátækra og ríkra.

Líkt og bent er á í bréfinu eru skattar á milljarðamæringinn Warren Buffett lægri en á ritara hans. Það er skattprósentan sem hann þarf að greiða er lægri en sú sem ritarinn þarf að greiða.

Bréfið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK