Flókin leikjafræði við lausn á flotamálum Icelandair

Icelandair skoðar nú hvað skal gera í flotamálum félagsins.
Icelandair skoðar nú hvað skal gera í flotamálum félagsins.

Icelandair stefnir að því að koma framtíðaráformum sínum um flotamál félagsins í ákveðið horf fyrir lok septembermánaðar og þar standa ýmsir kostir til boða. Meðal þess sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í flota frá evrópska flugvélaframleiðandanum Airbus. Það myndi sæta miklum tíðindum enda rekur viðskiptasamband félagsins við Boeing sig marga áratugi aftur í tímann.

Í fréttaskýringu á miðopnu ViðskiptaMoggans í dag er fjallað um þá stöðu sem er að teiknast upp í viðræðum Icelandair við flugvélaframleiðendurna tvo. Tvö vandamál á vettvangi Boeing hafa þar mikil áhrif. Annars vegar hneykslið í kringum MAX-vélarnar sem hafa staðið kyrrsettar um heim allan frá því í mars og hins vegar sú staðreynd að æ fleiri eru nú orðnir vantrúaðir á að fyrirtækið muni geta kynnt til leiks nýja vél sem leyst geti af hólmi hina rómuðu 757-vél sem nú er komin til ára sinna. Floti Icelandair byggir að langstærstum hluta á slíkum vélum og félagið þarf í raun á vél að halda sem búin er flestum kostum 757-vélarinnar.

Geti Boeing ekki kynnt hina nýju vél til sögunnar fyrr en í kringum árið 2030 aukast líkurnar á því að Icelandair muni veðja á A321XLR-vél úr smiðju Airbus en líkur eru taldar á að slíkar vélar verði afhentar fyrstu kaupendum á árinu 2023. Svo gæti farið að félagið pantaði allt að 50 slíkar vélar þótt slík niðurstaða sé talin fremur langsótt sem stendur. Þangað til mun Icelandair notast við Boeing MAX-vélarnar, þegar þær taka aftur á loft, og mögulega vélar á borð við A321LR sem nú njóta mikilla vinsælda meðal flugfélaga víða um heim.

Lesa má ítarlega fréttaskýringu um flotamál Icelandair í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK