Lee Iacocca látinn

Lee Iacocca þegar hann hélt erindi á ráðstefnu árið 2004.
Lee Iacocca þegar hann hélt erindi á ráðstefnu árið 2004. AFP

Lee Iacocca, fv. forstjóri og forseti bílaframleiðandanna Ford og Chrysler,  er látinn 94. ára að aldri. Hann lést eftir baráttu við Parkinson-sjúkdóminn. 

Hann var af ítölsku ættum, en ólst upp í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum. Hann starfaði hjá bifreiðaframleiðandanum Ford til fjölda ára þar sem hann kleif upp metorðastigann allt þar til hann var skyndilega rekinn. Þaðan færði hann sig yfir til annars bifreiðaframleiðanda, Chrysler. Hjá Chrysler náði hann eftirtektarverðum árangri þegar hann náði að snúa rekstri nær gjaldþrota félags við. 

Lee Iacocca var einna helst þekktur fyrir störf sín hjá framangreindum bílaframleiðendum, en á sjöunda áratugnum leiddi hann þróun einnar allra þekktustu bílategundar heims, Ford Mustang. Bílategundin er talin ein sú best heppnaða í sögu bifreiðaframleiðslu í Bandaríkjunum. 

Hans er minnst sem eins allra þekktasta forstjóra Bandaríkjanna, en auk ofangreindra afreka gerði hann fjölda mistaka. Forstjórinn fyrrverandi var þekktur fyrir að tala tæpitungulaust og skilur hann eftir sig fjölda eftirminnilegra ummæla.

Á sínum síðasta hluthafafundi sem forstjóri Chrysler árið 1992 lét hann eftirfarandi ummæli falla: „Eins og þið vitið eiga allir krakkar sér þann draum að gerast kúrekar þegar þeir eldast. Ég get svo sannarlega sagt að mér hafi tekist að gerast einn slíkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK