Tveir nýir hluthafar hafa fjárfest í fjölmiðlafyrirtækinu Kjarnanum miðlum ehf., útgáfufélagi Kjarnans og Vísbendingar, og hvor um sig keypt 4,67% hlut. Annars vegar er um að ræða Vogabakka ehf., í eigu fjárfestanna Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar og hins vegar þau Úlf Erlingsson og Charlottu Maríu Hauksdóttur. Greint er frá nýjum hluthöfum á vef miðilsins.
Árni og Hallbjörn hafa verið viðskiptafélagar um langt skeið, en þeir áttu meðal annars Húsasmiðjuna fyrir um 15 árum. Þá áttu þeir stóran hlut í Högum sem þeir seldu árið 2014 og innleystu um 2,3 milljarða hagnað eftir að hafa keypt í félaginu árið 2011.
Þá átti Vogabakki hlut í Morgundegi, útgáfufélagi Fréttatímans, á tímabili, en seldi það áður en Fréttatíminn fór í þrot.
Úlfar er aðstoðarprófessor við tölvunarfræðideild HR og hefur meðal annars starfað hjá Microsoft. Charlotta er ljósmyndari og listakona og lauk meistaragráðu í listum frá San Francisco Art Institute árið 2004.
Eftir kaupin eru hluthafar Kjarnans eftirfarandi: