Árni og Hallbjörn fjárfesta í Kjarnanum

Viðskiptafélagarnir Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson.
Viðskiptafélagarnir Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir nýir hlut­haf­ar hafa fjár­fest í fjöl­miðlafyr­ir­tæk­inu Kjarn­an­um miðlum ehf., út­gáfu­fé­lagi Kjarn­ans og Vís­bend­ing­ar, og hvor um sig keypt 4,67% hlut. Ann­ars veg­ar er um að ræða Voga­bakka ehf., í eigu fjár­fest­anna Árna Hauks­son­ar og Hall­björns Karls­son­ar og hins veg­ar þau Úlf Erl­ings­son og Char­lottu Maríu Hauks­dótt­ur. Greint er frá nýj­um hlut­höf­um á vef miðils­ins.

Árni og Hall­björn hafa verið viðskipta­fé­lag­ar um langt skeið, en þeir áttu meðal ann­ars Húsa­smiðjuna fyr­ir um 15 árum. Þá áttu þeir stór­an hlut í Hög­um sem þeir seldu árið 2014 og inn­leystu um 2,3 millj­arða hagnað eft­ir að hafa keypt í fé­lag­inu árið 2011.

Þá átti Voga­bakki hlut í Morg­un­degi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­tím­ans, á tíma­bili, en seldi það áður en Frétta­tím­inn fór í þrot.

Úlfar er aðstoðarpró­fess­or við tölv­un­ar­fræðideild HR og hef­ur meðal ann­ars starfað hjá Microsoft. Char­lotta er ljós­mynd­ari og lista­kona og lauk meist­ara­gráðu í list­um frá San Francisco Art Institu­te árið 2004.

Eft­ir kaup­in eru hlut­haf­ar Kjarn­ans eft­ir­far­andi:

  • HG80 ehf. í eigu Hjálm­ars Gísla­son­ar 17,68%
  • Mið­eind ehf. í eigu Vil­hjálms Þor­steins­son­ar 17,21%
  • Birna Anna Björns­dótt­ir 11,80%
  • Magnús Hall­dórs­son 11,32%
  • Þórður Snær Júl­í­us­son 10,01%
  • Hjalti Harð­ar­son 7,59%
  • Fagri­skóg­ur ehf. í eigu Stef­áns Hrafn­kels­son­ar 4,67%
  • Milo ehf. í eigu Gumma Haf­steins­son­ar og Eddu Haf­steins­dótt­ur 4,67 %
  • Voga­bakki ehf. í eigu Árna Hauks­son­ar og Hall­björns Karls­son­ar 4,67%
  • Char­lotta María Hauks­dótt­ir og Úlfar Erl­ings­son 4,67%
  • Birg­ir Þór Harð­ar­son 2,37%
  • Jón­as Reyn­ir Gunn­ars­son 2,37%
  • Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir 0,93%
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK