Gengi hlutabréfa Icelandair í frjálsu falli

Gengi hlutabréfa Icelandair hefur lækkað mikið.
Gengi hlutabréfa Icelandair hefur lækkað mikið. Ljósmynd/Steingrímur Eyjólfsson

Gengi hlutabréfa Icelandair hefur hríðfallið það sem af er degi og stendur gengið nú í 6,7 kr. Nemur lækkunin rétt tæplega 3,7%, en hún kemur jafnframt í kjölfar lækkunar í gær.

Í gærkvöldi bárust fréttir af því að Ómar Benediktsson, stjórnarmaður í Icelandair, hefði ekki keypt hlutabréf í Icelandair Group líkt og áður hafði verið greint frá. Þetta kom fram í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í gær. 

Í tilkynningu Icelandair í gærkvöldi segir enn fremur að félagið NT ehf., sem er að fullu í eigu Ómars, hefði skipt á hlutum sínum í félaginu Traðarhyrnu, eignarhaldsfélags sem heldur utan um hluti í Icelandair Group, fyrir hlutabréf í Icelandair. Ómar er í kjölfar viðskiptanna ekki hluthafi í Traðarhyrnu. 

Segja má að gengi bréfa Icelandair hafi verið í frjálsu falli undanfarna mánuði, en gengið hefur farið úr ríflega 11 kr. í 6,7 kr. á tæplega þremur mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK