Minnsti hagvöxtur frá 2010

Hagvöxtur hefur ekki mælst minni frá árinu 2010.
Hagvöxtur hefur ekki mælst minni frá árinu 2010. mbl.is/Hari

Hagvöxtur mældist 1,4% á öðrum ársfjórðungi ársins. Er það viðsnúningur frá fyrsta ársfjórðungi er hann dróst saman um 0,9%. Að teknu tilliti til verðbólgu var hagvöxtur því 0,3% á fyrri helmingi árs og er það minnsti hagvöxtur frá árinu 2010, að því er segir í Hagsjá Landsbankans, sem gefin var út í gær.

Að mati Landsbankans var hagvöxtur annars ársfjórðungs að miklu leyti borinn upp af vexti einkaneyslu, sem nam 2,2%, og samneyslu.

Innflutningur dróst saman um 12,4% og er þetta mesti samdráttur hans frá árinu 2009, en jafnframt þriðji ársfjórðungurinn í röð sem hann dregst saman. Þar af dróst vöruinnflutningur saman um 9,9% en „þjónustuinnflutningur“, þ.e. kaup Íslendinga á þjónustu erlendis, um 16,8%. Má meðal annars rekja það til færri utanlandsferða Íslendinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK