Olíuverð byrjað að hækka

Olíuverð fer hækkandi á heimsmarkaði eftir árásir á olíuvinnslustöðvar í …
Olíuverð fer hækkandi á heimsmarkaði eftir árásir á olíuvinnslustöðvar í Saudi-Arabíu í gær. AFP

Heimsmarkaðsverð á Brent hráolíu hefur hækkað um 18% frá lokun markaða á föstudaginn. Kostar tunnan nú tæplega 71 Bandaríkjadal, en kostaði 60,15 dali á föstudaginn. Vestur- Texas-hráolía var við opnun í 61,27 dölum á tunnu, en það er hækkun um 12% frá því á föstudaginn.

Ástæða hækkunarinnar er rakin til árásar sem gerð var á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu í gær, en uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa sagt sig ábyrga fyrir árásinni. Afleiðingar árásarinnar eru þær að framleiðsla á 5,7 milljón tunnum á dag hefur lagst niður, en það er rúmlega helmingur af framleiðslu konungsveldisins og um 6% af þeim tæplega 100 milljón tunnum sem eru framleiddar daglega.

Washington Post hefur eftir greinanda á olíumarkaði að búast megi við hækkunum næstu daga og að þróunin muni svo fara eftir því hvernig takist að gera við og hefja framleiðslu á ný í vinnslustöðvunum sem urðu fyrir árásunum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að gengið verði á varabirgðir Bandaríkjanna af olíu vegna ástandsins. Sagði Trump á Twitter að vegna árásanna í Sádi-Arabíu, sem gætu haft áhrif á heimsmarkaðsverðið, hefði hann heimilað að gengið yrði á birgðirnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um í hversu miklu magni heimilað verður að notast við birgðirnar.

Búast má við hækkandi olíuverði á komandi dögum samkvæmt greinendum …
Búast má við hækkandi olíuverði á komandi dögum samkvæmt greinendum á olíumarkaði. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK