Siðferðislega rangt að geyma fé hjá Gamma

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ákveðið hafi verið að taka alla sjóði úr stýringu hjá Gamma síðasta sumar vegna þess að það væri siðferðislega rangt hjá verkalýðsfélagi að geyma fé hjá Gamma; félagi sem rústaði markaði þeirra sem hafa lítið á milli handanna.

Þetta kom fram í máli Sólveigar Önnu í Víglínunni á Stöð 2.

Rætt var um málefni Gamma eftir fregnir síðustu viku þess efnis að gengi GAMMA: Novus sjóðsins var skrúfað úr 183 niður í 2 eft­ir end­ur­mat á eign­um og stöðu fast­eigna­fé­lags­ins.

Eigið fé sjóðsins nær þurrkaðist út við end­ur­matið, sem átti sér stað á þessu ári eft­ir að Kvika banki keypti Gamma.

„Þó ákvörðun hafi ekki tekin með spámannsgleraugu á nefinu var þetta hin eina rétta ákvörðun,“ sagði Sólveig Anna.

Hún sagðist aðspurð ekki hafa svarið því hvort Efling hefði tapað fjármunum á því ef stéttarfélagið hefði haft sjóði sína áfram í stýringu hjá Gamma. Ákvörðunin hafi þegar öllu var á botninn hvolft verið hárrétt. 

„Eflingarfólk hefur samt sem áður tapað gríðarlega á þeirri ömurð sem hefur fengið að viðgangast hér á húsnæðismarkaði. Það hefur ekkert verið gert til að tryggja byggingu þess sem við þurfum. Þessi mál voru látin í hendurnar á markaðnum sem allir hljóta að viðurkenna að mun aldrei nokkurn tímann geta leyst málin sem koma að lágtekjufólki,“ sagði Sólveig Anna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK