Sektaði Húsasmiðjuna um 400.000

mbl.is/Ómar

Neytendastofa lagði fyrr í þessum mánuði 400.000 kr. stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna, sem með birtingu auglýsingar um Tax Free-afslátt, án þess að tilgreina prósentuhlutfall afsláttarins, braut gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglna um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði.  

Neytendastofa gerði athugasemdir við auglýsingu Húsasmiðjunnar, sem birtist í Fréttablaðinu 18. júní 2019, þar sem auglýstur var Tax Free-afsláttur án þess að tilgreint væri prósentuhlutfall afsláttarins. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu hafði stofnunin bannað Húsasmiðjunni að auglýsa Tax Free-afslátt með þessum hætti, að því er segir á vef Neytendastofu. 

Þá segir, að við meðferð málsins kom fram að afslátturinn hafi komið fram í nær öllum auglýsingum félagsins en fyrir mistök hafi auglýsingar farið út sem innihéldu ekki prósentuhlutfall afsláttarins.

Í ljósi þess að Húsasmiðjan hafi brotið gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu taldi stofnunin nauðsynlegt að sekta félagið. Var því lögð 400.000 kr. stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna fyrir brotið.

Ákvörðun Neytendastofu nr. 42/2019 má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK