Hyggjast hefja flug frá Kína til Íslands

Frá Keflavíkurflugvelli en þangað horfa kínversku flugfélögin spennt.
Frá Keflavíkurflugvelli en þangað horfa kínversku flugfélögin spennt. mbl.is/Eggert

Fjögur kínversk flugfélög hafa sett stefnuna á Íslandsflug á næsta ári. Eitt þeirra, Juneyao Air, hyggst hefja flug frá Kína til Íslands með viðkomu í Helsinki næsta vor.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að stefnt sé að því að fljúga frá Shanghai til Íslands, með viðkomu í finnsku höfuðborginni, allt að þrisvar í viku. 

Loftferðasamningar milli ríkja kveða á um að flugfélög njóti tilnefningar frá viðkomandi stjórnvaldi. Ekki er ljóst hvort Juneyao Air hefur slíkar tilnefningar frá kínverskum stjórnvöldum.

Auk þess mun Air China og Beijing Capital Airlines vera að kanna flug til Íslands. Þá hefur flugfélagið Tinajin Airlines sótt um þrjá afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir veturinn. Gert er ráð fyr­ir flugi frá kín­versku borg­inni Wu­h­an til Hels­inki og þaðan rak­leiðis til Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK